Hótel Eyvindará - Fasteign og Rekstur

Ref : 563

Amenities :

  • Ferðatengt

Financial informations :

Price Consult us

Details :

Living space 1 .076 m²

Fyrirtækjasala Íslands kynnir: Hótel Eyvindará, hótelrekstur ásamt fasteignum.
Hótel Eyvindará á sér langa rekstrarsögu á Egilsstöðum, en staðsetningin er steinsnar frá miðbæ Egilsstaða (ca. 2-3 km).
Núverandi eigendur hafa rekið starfsemina samfellt frá árinu 2007, en þá var umfang starfseminnar einungis fjögur herbergi með sameiginlegri bað- og sturtuaðstöðu og 3 gistibústöðum (smáhýsi).
Mikil uppbygging hefur átt sér stað undanfarin 15 ár og mikill metnaður verið lagður í aðstöðu og ekki síst þjónustu og byggja upp rómað orðspor í umsögnum og upplifun gesta enda óhætt að segja að það komi skýrt fram í umsögnum gesta um upplifun sína á þjónustu, aðbúnaði og svæðinu. Allar byggingar hafa sem núverandi eigendur hafa ráðist í eru sérstaklega byggðar undir hótel- og gistirými.

Nánar um fasteignir:
(mhl.01) 
Aðalbygging og móttaka, við eldra húsið sem var byggt árið 1981 úr trimbri, var bætt við gistiálma árið 2012 við upprunalegt húsið úr forsteyptum einingum auk staðsteyptum tengibyggingum. Gistiálman er á tveimur hæðum, þar eru 8 herbergi á hæð samtals 16 herbergi, öll 2ja manna á báðum hæðum.
Nýja gistiálman frá 2012 telur um 380 m2 tvílyft og er matshlutinn því samtals 700,1 m2 að stærð. Fram kemur í skráningu HMS að húsnæðið sé byggt árið 1981, og á það eingöngu við upprunalega húsið. Öll herbergi eru útbúin með baðherbi og sturtuaðstöðu.
(mhl.03) 
Gistihús á einni hæð byggt 2008 úr forsteyptum einingum  og telur samtals tíu 2ja manna herbergi með gólfsíðum gluggum og góðri sér-verönd, með fallegu útsýni og náttúrufegurð ásamt því að hafa sér-inngang hvert um sig. Öll herbergi útbúin með baðherbergi m/ sturtu. Gistihúsið telst 209,6 m2 að stærð.
(mhl. 04, 05, 06, 07, 08, 09 og 10)   
Á svæðinu eru 7 bústaðir / smáhýsi, ýmist um ca. 15 m2, 25 m2 eða 33 m2 að stærð (sjá nánar skráningu HMS). Auk þess er smáhýsi á lóðinni sem nýtt er sem lín-geymsla. Samanlögð stærð smáhýsanna er 167,1 m2.

Framboð gistiríma í nýtingu eru öllu jafna um 32-33 herbergi talsins (2ja manna), meðtalið bústöðu/smáhýsum. Öll gistirými hótelsins eru með sér baðherbergi og sturtuaðstöðu. Í bústöðum er einnig mögulegt að hafa eldunaraðstöðu, og jafnvel nýta sem 3ja manna. Á lóðinni er sér hús sem er nýtt undir starfsmenn staðarins, sem ekki reiknast í stærðartölum hótelsins /fasteignum.

Nánari lýsing á matshlutum:
Í aðalbyggingu frá 2012 (mhl.01) ásamt eldri hluta hússin frá 1981 er útbúinn bar og afgreiðsla í móttökunni með tengibyggingu, allt flísalagt, tvö salerni fyrir gesti, og á efri hæð (þar sem áður voru gistiherbergi í eldri hluta), er búið að útbúa mjög notarlega og fallega innréttaða setustofu, parketlögð gólf, viðarklætt súð, úr suð-vestur hluta er mjög fallegt útsýni og náttúrufegurð og útgangur á svalir, afskaplega notarlegt umhverfi.
Sjálfstæða gistihúsið (mhl. 03) telur samtals 10 herbergi, sem  eru vel útbúin, flísalögð gólf, og baðherbergi með sturtuaðstöðu, sér verönd úr hverju herbergi eru hellulagðar.
Framanverðu við aðalbyggingu og matsal er mjög stór timbur-verönd sem gengur meðfram allri útsýnishlið hússins. Á pallinum eru svo tveir heitir pottar auk þess sem afstúkað er útisturta. Heitu pottarnir eru vinsælir og mikið notaðir af gestum hótelsins og mynda sérstaka stemningu.
Matsalur í aðalbyggingu (hluti eldra húss) getur tekið allt að 50-60 manns í sæti og býður uppá ýmsar uppákomur og samkomur á og utan háanna ferðamannatíma. Salurinn í dag er settur upp fyrir ca. 46 manns í sæti fyrir morgunverð.
Eldhús í aðalbyggingu er vel tækjum búið, s.s. gastro ofn, steinhellu eldavél, spanhellu, hitaskáp, frysti, og „walk-in“ kælir og fleira. Uppþvottaaðstaðan telur m.a. húdd-vél og þvottalínu og þvottarekkum.
Í eldri hluta hússins sem áður var bílskúr, hefur verið útbúið þvottahús og vel tækjum búið og því allur lín-þvottur á staðnum. Til staðar eru um 2 afkastamiklar þvottavélar og 3 þurrkarar (hvorutveggja iðnaðarvélar), strauvél o.fl. og hótelið því sjálfbært hvað varðar þvott og frágang á lín á staðnum.
Innaf þvottahúsi eru einnig skrifstofur og starfsmannaaðstaða. Þessi eldri hluti hússins er um 60 m2.
Hótelið er á 1,65 ha (16.550 m2) eginarlandi umvafið fallegu skógivöxnu umhverfi. 
Samkvæmt skráningu HMS er lóðin ekki rétt skráð, og er sérstaklega tekið fram í núgildandi samþykktu deiliskipulagi frá árinu 2020 um lóðina að stærð hennar sé eftir breytingu 16.550 m2.

Nýlega var samþykkt breyting á gildandi deiliskipulagi um nýbyggingu austan megin við húsið á reit "B" sbr. núgildandi deiliskipulagi fyrir lóðina áætlanir um stækkun til austurs fyrir um hús á 3 hæðum (í stað tvílyftu sbr. eldra deilisk.) með 12 herbergjum á hæð eða samtals 36 herbergum, og þannig tengibygging við gistiálmuna frá 2012, auk þess sem lyfta er teiknuð í húsið sem nýtist báðum gistiálmunum og tvímælalaust auðvelda allt aðgengi gesta. Núverandi herbergjafjöldi almennt í gistinýtingu er 32 -33 herbergi, og myndi því ný álma auka framboð á gistirými í allt að 62-63 talsins.
Heildarfjöldi gistiherbergja eftir áætlaðar breytingar og stækkun verður samanlagt í 62-63 gistirými sem flest eru 2ja manna, en eftir breytingar myndast nokkur stærri gistirými sem mætti nýta sem 3ja manna, og gert ráð fyrir aðgengi fyrir fatlaða. Allar fyrirhugaðar breytingar eru fyrir reksturinn með tilheyrandi hagræðingu í rekstri og nýtingu á starfsólki og  til lækkunar bygg.kostnaðar. Gistitímabil hótelsins er orðið öllu jafna frá febrúar til nóvember árlega, en áhannatími myndi teljast yfir apríl til október og yfrleitt fullbókað að mestu leiti yfir hánnatímann. Líklegast yrðu nokkur rými nýtt undir starfsfólk sem ekki hafa fasta búsetu á Egilsstöðum, og má því gera ráð fyrir að útseld gistirými í boði verði að öllu jafna um 62-63 talsins eftir breytingar. Núverandi eigendur hafa kosið að hafa lokað í desember og janúar ár hvert, en vel væri hægt að nýta þann tíma enda ferðaþjónusta á svæðinu fyrir erlenda sem innlenda ferðalanga meira og minna í gangi allt árið og flugsamgöngur almennt með besta móti.

Á lóð er jafnframt ósamþykkt einlyft hús, færanlegt, óskráð hjá HMS, sem hefur hýst að hluta starfsmannagistingu. Húsið telur 5 herbergi auk þvottaherbergis (sem var áður gistiherbergi). Aðstaðan hefur verið nýtt fyrir það starfsólk hótelsins sem ekki hafa fasta búsetu á Egilsstöðum. Ekki er tekið tillit til þessa húss hvorki í ásettu verði né samantekt á birtri stærð heildareigna eða matshlutum.

Búið er að koma fyrir hleðslustöð fyrir rafbíla. 

Eldri hluti hússins var upphaflega byggt íbúðarhúsnæði um 142 m2 og auk bílskúr um 60 m2, byggt árið 1981. Eldri hlutinn í dag telur móttökuna, matsalinn og elhdúsið, auk setustofu á efri hæð. Viðbyggður er svo bílskúrinn hefur verið breytt í m.a. skrifstofur, þvottahús og starfsmannaaðstöðu. Árið 2012 var svo byggt við húsið og bætt við gistiálmu úr forsteyptum einingum, ásamt tilheyrandi viðbyggingum og tengibyggingum, sem telur 8 herbergi á hæð í tvílyftu húsi samtals 16 herbergi, austan-megin við eldra húsið. Forsteyptu einingarnar í viðbyggðri gistiálmu og sjáflstæðu 10 herbergja gistihúsinu  byggðu 2008 eru einnig úr forsteyptum einingum. Þess má geta að forsteyptu einingarnar eru framleiddar á Eiglsstöðum. 

Að eldra húsinu undanskildu, þá eru sumarhúsin byggð á árunum 2002-2011 og aðrir byggingarhlutar (mhl) hótelsins byggðir á árunum 2008-2012 og sérstaklega hannað og byggt undir hótelrekstur. 

Hótelið er öllu jafna í 1. sæti yfir þá 11-12 gististaði á Egilsstöðum, fyrir utan gististaði í nærsveitum þar að auki, sem í boði eru skv. einkunnargjöf og upplifun gesta, og gildir þá einu um hvort um ræðir Booking.com, TripAdvisor, Google eða aðra staði sem hafa að geyma umsagnir gesta. Óhætt er því að fullyrða að upplifun og ánægja gesta er með besta móti og mæla óhikað með hótelinu.

Nánar um ástand á lögnum o.fl. 
Ástand / Raflagnir:  Á árinu 2022 var lögð að ný heimtaug, í framhaldinu var allt rafmagn, þ.m.t. á eldri hluta húss, yfirfarin af Rafeind, og endurnýjað og endurbætt eftir þörfum. Að öðru leiti eru rafmagn í samræmi við byggingarár hverra matshluta fyrir sig. 
Ástand / Vatns- og Frárennslislagnir: Lagnir hafa verið endurnýjaðar leiti á árunum 2007-2011 samhliða byggingarframkvæmdum og breytingum á lóðinni og á eldra húsi.
Jafnframt var á þeim tíma var sett ný fullkomin rotþró í lóðarjaðarinn ásamt tilheyrandi búnaði. 
Ástand / Gluggar, Gler og Þak: Á nýrri matshlutum og viðbyggingum er ástand til samræmis við byggingartíma hvers matshluta fyrir sig og teljast í góðu standi. 
Fyrir liggur að ástand hluta þaks sem er á elsta hluta hússins, ásamt þakgluggum sem honum tilheyra má fara að íhuga að viðhaldi á næstu misserum.
Að öðru leiti er þak, gluggar og gler frekar nýlegt. 
Greiðslubyrði lána: 
Að sögn eigenda, þá liggur áætluð greiðslubyrði ársins vegna áhvílandi veðskulda á bilinu kr. 21-23 millj. Áhvílandi veðskuldir eru í skilum hjá eiganda.

 

Fyrirtækjasala Íslands, Síðumúla 31, 108 Reykjavík,  (+354) 517 3500
Óskar Mikaelsson - lg. fasteigna- fyrirtækja- og skipasali - s. 773 4700 - oskar@atveignir.is
Björgvin Ó. Óskarsson - lg. leigumiðlari, lg. eignaskiptalýsandi - s. 773 4500 - bjorgvin@atv.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasali bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Þjónustugjald eða umsýslugjöld til fasteignasölu er skv. gjaldskrá. 
-      Önnur þjónusta en tilgreind er sérstaklega í þjónustusamningi milli kaupanda og fasteignasala skal greitt skv. tímagjaldi kr. 24.500,- /klst m/vsk, enda unnið með samþykki og vitund sem og í þágu seljanda og/eða kaupanda.

Return to the list